Sendiherravinnustofa í Römskog í Osló, október 2018

Ég undirrituð fékk tækifæri til að sækja vinnustofu norrænna sendiherra í eTwinning dagana 5. til 7. október 2018. Vinnustofan var haldin að þessu sinni í Noregi nánar tiltekið á Spa-hóteli í Römskog sem liggur dálítið utan við Oslo. Við sem sátum vinnustofuna vorum rúmlega 30 sendiherrar frá Norðurlöndunum  en hún hefur verið haldin til skiptis árlega á Norðurlöndunum undanfarin 6 ár. Þetta er í fimmta sinn sem ég fæ tækifæri til að taka þátt í svona vinnustofu og var ég eini sendiherrann frá Íslandi að þessu sinni. Samskiptamál voru danska, norska og sænska. Þarna geta sendiherrarnir borið saman bækur sínar og fengið góð ráð og hugmyndir um hvernig unnt sé að laða kennara til að taka þátt í eTwinningverkefnum og námskeiðum.

Eftir flug frá Keflavík snemma á föstudagsmorguninn 5. október lenti ég í Oslo um hádegisbil og tók lest frá flugvellinum til Lilleström sem tók um 15 mínútur. Þar beið rúta sem flutti okkur, nokkra Finna og einn Álending á hótelið í Römskog og tók aksturinn um eina og hálfa klukkustund.

Formleg dagskrá hófst síðan um 3 leytið sama dag þar sem boðið var upp á hressingu og farið var yfir tillögur sem þátttakendur höfðu lagt til á tricider-vefnum dagana áður en vinnustofan hófst. Þar vorum við búin að ræða um hverjar væru stærstu áskoranirnar í sambandi við sendiherraverkefnið.

Við ræddum í litlum hópum um:

 • Hvernig við fáum kennara til að vinna verkefni á eTwinning?
 • Hvernig við náum athygli skólastjórnenda?
 • Hvernig við útskýrum og sannfærum um að það sé auðvelt og einfalt að vinna samskiptaverkefni í eTwinning?
 • Hvernig við náum til iðn-/tæknikennara?
 • Twinspace og eTwinning live – hvað má fara betur, hvernig er að vinna á þessum svæðum o.s.frv. 
 • Vettvang verkefnasamskipta (partnerforum).
 • Hvernig við getum vakið athygli nemenda og fengið þá með í ákvarðanatöku og verkefnavinnu? (Involvera eleverna). 

Rætt var um gæðamerkin QL (Quality Lables).

Þegar veitt eru gæðamerki er tekið tillit til eftirfarandi:

 • að mikilvægt sé að verkefnin byggi á námskrá viðkomandi skóla
 • að margar aðferðir séu notaðar til að ná settum markmiðum 
 • að aukin áhersla sé lögð á að þátttakendur eigi í samskiptum innbyrðis milli landa og skiptist á upplýsingum og hugmyndum.
 • að upplýsingatækni sé notuð til að ná góðri samvinnu og upplýsingamiðlun
 • að öll stig verkefnisins séu skráð – þ.e.a.s. góð áætlun sé fyrir hendi
 • að úttekt sé á því hvaða gildi þau hafi haft fyrir þátttakendur (evaluation)

Við umsókn á gæðamerki eru gefin stig og þarf minnst 15 stig til að fá gæðamerki. Mest er hægt að fá 30 stig. Fyrir hvern ofangreindan þátt eru gefin mest 5 stig. En hvers vegna ætti að sækja um QL við lok verkefna og hvaða gildi hafa þau fyrir þátttakendur. Ef landsskrifstofan veitir QL fer verkefnið í pott með öðrum verkefnum hjá NSS og á kost á því að fá Evrópumerkið og jafnvel lenda í úttekt fyrir framúrskarandi verkefni og fá viðurkenningu á árlegri ráðstefnu eTwinning.

Þá var rætt um eTwinningskóla, hvaða kröfur væru gerðar til að fá þá viðurkenningu og hvaða möguleikar/fríðindi/réttindi gæfu viðkomandi skóla sem hlyti viðurkenningu sem eTwinningskóli. Norðmenn vilja t.d. að allir skólar þar sem eTwinningsendiherrar starfa séu eTwinningskólar. Einnig kom  fram að eTwinning-skólar veita brautargengi ef sótt er um “mobilities” og hafa forgang þegar sótt er um Erasmus+ verkefni. eTwinningskólar ganga fyrir við ýmis réttindi sem hægt er að fá eins og styrki, boð á vinnustofur/ráðstefnur o.s.frv.

Á laugardeginum var verkefnið CRAFT kynnt en það stendur fyrir “Creating Really Advanced Future Thinkers”. Verkefnið Nordic Craft er samvinna Norðmanna, Dana, Finna og Svía og ætlunin er að nota eTwinning sem ramma utan um verkefnin. Norræna ráðherranefndin styrkir verkefnið. Hér má sjá myndband með ensku tali sem útskýrir CRAFT.

Eftir kynningu á CRAFT unnum við í hópum við lausn verkefnis sem fólst í því að finna heppilegustu lausn á því hvernig hægt væri að auka íssölu yfir vetrarmánuðina en hún datt alltaf niður á því tímabili. Unnið var í nokkrum hópum og gefin voru stig fyrir kynningu á bestu lausninni. Að sjálfsögðu var ég í vinningshópnum sem fékk flest stigin :-).

Við lausnina stungum við upp á að nota tækni og upplýsingamiðlun ásamt því að verðlauna þá sem keyptu mest af ís. Dómarinn (á námskeiðinu) var reynslumikill íssali sem var “fyrir tilfelli” í hópnum og dæmdi af reynslu 🙂

Einn hópurinn bjó til myndband þar sem hann útskýrði sína lausn.

CRAFT workflow lýsir því hvernig svona vinna getur farið fram. Í Danmörku í ár fór fram CRAFT hátíð þar sem nemendur sýndu niðurstöður sínar. Myndband.

Að lokum unnum við með nokkrar hugmyndir að verklagi og verkefnum sem hægt væri að vinna sem CRAFT verkefni. Þau verkefni liggja inni á Twinspace síðunni okkar og hægt er að nálgast þau í gegnum sendiherrana.

Þátttakendur voru afar sáttir með vinnustofuna og vildu halda áfram að hittast á árlegum vinnustofum til skiptis á Norðurlöndunum því það skilaði alltaf góðum hugmyndum og samböndum ásamt einhverju markverðu/hagnýtu sem hægt væri að nýta sér við áframhaldandi vinnu með kennurum í hverju landi fyrir sig. Ég segi bara takk fyrir mig og held áfram að bera út boðskapinn um skapandi verkefnavinnu með eTwinning.

Kolbrún Svala Hjaltadóttir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s