Stuðningur við verkefni

eTwinning verkefni auðga skólastarfið á ýmsan hátt, víkka sjóndeildarhring bæði nemenda og kennara og auka færni þeirra á marga vegu, t.d. í netsamskiptum, tungumálum og tölvufærni. Auk þess stendur þátttakendum til boða stuðningur landskrifstofu (Rannís) og eTwinning sendiherra endurgjaldslaust. Þessi síða segir frá ýmsum góðum ráðum og öðru sem gott er að hafa í huga þegar eTwinning verkefni eru unnin. Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um:

TwinSpace samstarfssvæðið

TwinSpace samstarfssvæðið
Hvert eTwinning verkefni á sitt eigið samstarfssvæði sem kallast TwinSpace. Þar er hægt að halda utan um samstarfið, búa til síður, skiptast á skjölum, myndum, myndböndum, blogga og spjalla, svo nokkuð sé nefnt. TwinSpace er öruggt svæði fyrir nemendur því aðeins aðstandendur verkefnisins hafa aðgang að því.

TwinSpace er valkostur sem eTwinning býður upp á og mælir með. Kjósi aðstandendur verkefnisins að nota önnur verkfæri samhliða TwinSapce (e.o. bloggsíðu), er ekkert því til fyrirstöðu. Einnig er hægt að fella önnur verkfæri inn í TwinSpace (t.d. Padlet og YouTube).

Íslensk kynningarmyndbönd um TwinSpace er að finna hér

Nokkur góð ráð um eTwinning samstarf

Hafið verkefnið lítið og einfalt og markmiðin skýr.
Fellið verkefnið inn í þær námsáætlanir sem eru fyrir hendi, þannig að það bætist ekki við heldur fléttist inn í skólastarfið. Líta má svo á að í verkefninu felist nýtt sjónarhorn á kennsluna, að það sé ný aðferð til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að í námsskránni.
Gerið tímaáætlun en gæti þess að hafa hana sveigjanlega.

Lítið á hina þátttakendurna sem virka en ekki aðeins sem áhorfendur – þ.e. reynið að stunda virka samvinnu en ekki aðeins samsíða vinnu.

Samsíða vinna: Skólarnir vinna efni í sitt hvoru lagi og sýna hvor öðrum. Samsíða vinna er algeng og á oft við. Hins vegar lyftir virk samvinna verkefninu upp.

Virk samvinna: Þegar kennarar og nemendur í samstarfsskólunum vinna saman; t.d. getur annar skólinn safnað efni sem hinn greinir; annar gert myndband en hinn hljóðið; erlendu nemendurnir sent þeim íslensku spurningar sem þeir svara á erlendu máli; annar skólinn sett upp ævintýri frá hinu landinu sem tekið er upp á myndband; annar skólinn tekið hópmynd, nemendur lýsa sjálfum sér á myndinni og nemendurnir í hinum skólanum reyna a finna við hverja lýsingin á; o.s.frv.
Sjá nánar um eTwinning samstarf hér

Gæðamerki og verðlaun

Gæðamerki og verðlaun
Aðstandendur verkefna sem er lokið, eða eru á lokastigi, geta sótt um gæðamerki til Landskrifstofunnar. Skólinn getur t.d. notað gæðamerkið til að vekja athygli á árangri sínum. Helstu atriði sem litið er til við mat á gæðum eru: Verkefnið verður að vera með sameiginleg markmið og áætlun.
Kennarinn sem sækir um verður að hafa lagt töluvert að mörkum til verkefnisins.
Samvinna verður að vera til staðar, a.m.k. að skólinn hafi á einhvern hátt nýtt sér efni frá samstarfsskólum.
Afrakstur verkefnisins verður að vera sýnilegur.

Séu þessi atriði til staðar er einnig litið á nýbreytni í kennsluaðferðum; þess hvernig verkefnið er fléttað inn í námskrá; samskipta og samstarfs skólanna; notkunnar upplýsingatækni; útkomu, áhrifa og skrásetningar. Umsóknir eru metnar af starfsfólki landskrifstofunnar.

Fái verkefni gæðamerkið hefur það möguleika á að fá evrópskt gæðamerki og vinna til bæði lands- og Evrópuverðlauna.

Sjá nánar um viðurkenningar hér

Netöryggi og netvenjur

eTwinning er öruggur vettvangur bæði fyrir kennara og nemendur:
TwinSpace (samstarfssvæði fyrir verkefni) er öruggt fyrir nemendur því aðeins þeir sem standa að verkefninu komast þar inn.
eTwinning Live (skólasamfélag eTwinning) er faglegt starfssamfélag þar sem aðeins kennarar og skólafólk koma, en landskrifstofur eTwinning gegna m.a. því hlutverki að tryggja að svo sé.En þótt umhverfið sé öruggt byggjast samskipti á endanum á þátttakendum.
Við mælum því með að:
Samskipti nemenda á TwinSpace séu undir handleiðslu kennara og að samkomulag sé um hvernig þeim skuli háttað.
Muna, bæði inn á TwinSpace og eTwinning Live, að þátttakendur koma frá mismunandi löndum og hafa ólíkan bakgrunn.
Inn á eTwinning Live er hópur helgaður netöryggi í eTwinning verkefnum, vettvangur þar sem kennarar geta deilt þekkingu og reynslu og lært hver af öðrum.

Sjá nánar um netöryggi og netvenjur í eTwinning hér. Aðrar upplýsingar Heimasíðan etwinning.is
Nánari upplýsingar, myndbönd og annað stuðningsefni er að finna á heimasíðu landskrifstofunnar etwinning.is.
VerkfærabankiÍ eTwinning verkefnum er hægt að nýta margskonar vefverkfæri. Mörg þeirra er hægt að fella inn í TwinSpace (t.d. YouTube, Vimeo, Padlet, ofl.).

Sjá lista yfir áhugaverð verkfæri hér

Sjá einnig lista á UT torgi Menntamiðju hér.FacebookTwitterVefsíða

Stuðningur – eTwinning sendiherrar og Landskrifstofa

eTwinning sendiherrar eru starfandi kennarar eða kennsluráðgjafar með reynslu af eTwinning sem hægt er að leita til um stuðning og upplýsingar:

Álfhildur Leifsdóttir, Árskóla, alfhildur (hjá) arskoli.is
Elín Þóra Stefánsdóttir, Grunnskóla Bolungarvíkur, eths (hjá) bolungarvik.is
Hans Rúnar Snorrason, Hrafnagilsskóla, hans (hjá) krummi.is
Kolbrún Svala Hjaltadóttir, kollahjalta (hjá) gmail.com
Már Ingólfur Másson, Vallaskóla, mar (hjá) vallaskoli.is
Rósa Harðardóttir, Selásskóla, rosa.hardardottir (hjá) rvkskolar.is
Sigurður Freyr Sigurðarson, Síðuskóla, bibbi (hjá) akmennt.is
Soffía Margrét Magnúsdóttir, smm (hjá) fb.is

Landskrifstofa eTwinning, Rannís, veitir einnig stuðning og þjónustu