Árlega eTwinning ráðstefnan 2020

Á hverju ári í lok október er haldin stór eTwinning ráðstefna þar sem kennarar, stjórnendur og fulltrúar menntamálaráðuneyta koma saman til þess að sækja vinnustofur og innblástur og verðlauna vel unnin eTwinning verkefni. Ráðstefnan átti að fara fram á Kýpur ef ekki væri fyrir heimsfaraldur en í staðinn var hún haldin á netinu. Yfirskrift ráðstefnunnar var Classroom in Action: Addressing Climate Change with eTwinning. Sex kennarar … Continue reading Árlega eTwinning ráðstefnan 2020

12 vikna vefnámskeið fyrir eTwinning byrjendur hefst 7. september 2020

Þann 7. september hefst vefnámskeið fyrir byrjendur í eTwinning. Yfirskrift námskeiðsins er nám og kennsla á netinu með eTwinning. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir kennara sem vilja fræðast meira um möguleika eTwinning og hvernig hægt er að fella upplýsingatækni inn í kennslu. Námskeiðið fer fram á ensku og mun standa yfir í 12 vikur. Gert er ráð fyrir um 80 klukkustundum í vinnu. Dagsetningar: 7. … Continue reading 12 vikna vefnámskeið fyrir eTwinning byrjendur hefst 7. september 2020

Nokkrir góðir og gagnlegir eTwinning hópar

Síðustu vikur hafa kennarar og annað skólafólk ekki aðeins þurft að bregðast við lokun skóla, ýmsum takmörkunum og finna nýjar leiðir í kennslu á netinu, heldur hafa allir menntaviðburðir og tengslaráðstefnur fallið niður. Slíkir viðburðir eru mikilvægir fyrir kennara enda eru þeir vettvangur fyrir endurmenntun en einnig til að stækka og styrkja tengslanet kennara og möguleika þeirra til að vinna með öðrum. Endurmenntun og samstarf … Continue reading Nokkrir góðir og gagnlegir eTwinning hópar

Norræn eTwinning/CRAFT vinnustofa í Kaupmannahöfn, 3.-5. mars 2020

Rétt áður en Evrópa skellti í lás og hætt var við ráðstefnur og aðra viðburði sem áttu að fara fram á vormánuðum, fór fram eTwinning/CRAFT vinnustofa í Kaupmannahöfn. Frá Íslandi fóru tveir kennara, Dagbjört Þorsteinsdóttir frá Norðlingaskóla og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir frá Langholtsskóla. Með í för var Þorsteinn Surmeli frá landskrifstofu eTwinning. Markmið vinnustofunnar var annars vegar að efla tengsl kennara á Norðurlöndunum og hins … Continue reading Norræn eTwinning/CRAFT vinnustofa í Kaupmannahöfn, 3.-5. mars 2020

Vefráðstefna fyrir starfsmenntakennara, 13.–15. maí 2020

Nú í apríl átti að fara fram í Búdapest eTwinning starfsþróunarvinnustofa fyrir starfsmenntakennara en ákveðið hefur verið að færa hana á vefinn. Landskrifstofa eTwinning getur boðið fimm íslenskum kennurum að taka þátt en áhugasamir eru beðnir um að senda okkur póst á etwinning [hjá] rannis.is. Upplýsingar: Frestur til að sækja um er til 27. apríl en skráning á viðburðinn sjálfan fer fram þann 11. Sama … Continue reading Vefráðstefna fyrir starfsmenntakennara, 13.–15. maí 2020

Nú er hægt að stofna verkefni innan skóla

Eitt af markmiðum eTwinning er að efla samstarf milli kennara innan Evrópu. Síðan verkefninu var komið á laggirnar fyrir 15 árum hefur tekist vel að ná því markmiði en samfélag kennara í heimi eTwinning telur nú tæplega 800 þúsund þátttakendur. Þó að hefðbundið skólastarf liggi að stórum hluta niðri í allri Evrópu er mikilvægt að halda samstarfinu áfram og til að bregðast við breyttum aðstæðum … Continue reading Nú er hægt að stofna verkefni innan skóla

Mannkostamenntun, dyggðir og gildi – Verkefni mánaðarins mars 2020

Verkefni mánaðarins mars 2020 Verkefni mánaðarins þennan mars mánuð ber titilinn Character Matters, virtues and values og fjallar um mannkostamenntun. Þau Ragnheiður Eiríksdóttir og Tómas Tómasson, Fjölbrautaskóla Suðurlands, eru að vinna þetta verkefni með kennurum í Þýskalandi, Spáni og Portúgal. Við lögðum fyrir þau nokkrar spruningar um verkefnið og hér eru svör þeirra: Verkefnið er um Character Education eða mannkostamenntun eins og það hefur verið … Continue reading Mannkostamenntun, dyggðir og gildi – Verkefni mánaðarins mars 2020

Vallaskóli og CRAFT á BETT

Nordic CRAFT er samstarfsverkefni Norðurlandaþjóðanna sem snýr að því að fá nemendur til að takast á við raunveruleg vandamál og finna raunverulegar lausnir. CRAFT-verkefnini eru unnin sem eTwinning samstarfsverkefni og á hverju ári er keppni í hverju landi þar sem sigurvegarinn fær tækifæri til að kynna hugmyndir sínar og verkefni á BETT sýningunni í London. Vallaskóli tók þátt í fyrsta sinn í ár og var … Continue reading Vallaskóli og CRAFT á BETT

FANTASY SCHOOL – ART, MUSIC AND WORDS

Verkefni mánaðarins febrúar 2020 Verkefni mánaðarins snýr aftur eftir stutta pásu í janúar. Að þessu sinni fjöllum við um verkefni sem Fjóla Þorvaldsdóttir, Leikskólanum Álfaheiði, er að vinna með skólum í Lettlandi og Ítalíu. Um hvað er verkefnið FANTASY SCHOOL – ART, MUSIC AND WORDS? Verkefnið er sjálfstætt framhald af verkefninu The Children at the Opera sem sömu börn unnu að á síðasta skólaári. Börnin … Continue reading FANTASY SCHOOL – ART, MUSIC AND WORDS

„Svona verkefni eru líka góð til að ögra sjálfum sér aðeins með nýjum hlutum“ – Jólaverkefnið Artistic Christmas Wishes

Verkefni mánaðarins desember 2019 Það er vel við hæfi að verkefni mánaðarins þennan desembermánuð er stutt og einfalt jólaverkefni. Þetta flotta verkefni heitir Artistic Christmas Wishes og var unnið af Elínu Stefánsdóttur, Guðmundu Hreinsdóttur og Auði Ragnarsdóttir í Grunnskóla Bolungarvíkur. Um hvað er verkefnið Artistic Christmas Wishes 2019? Verkefnið er jóla- listaverkefni milli 1. og 2. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur og Karlberg skola í Stokkhólmi. Hvor skóli valdi listamann sem að … Continue reading „Svona verkefni eru líka góð til að ögra sjálfum sér aðeins með nýjum hlutum“ – Jólaverkefnið Artistic Christmas Wishes