eTwinning fréttabréf – maí 2021

Í þessu fréttabréfi: eTwinning nú á íslensku! Vinnustofur Takk fyrir árið og litið fram á veg National Quality Label veitingar Nú í þessari viku mætast allar landskrifstofur eTwinning á fundi þar sem við leggjum línurnar fyrir komandi átök. Það eru spennandi tímar framundan, en viðbúið er að kennarar víðs vegar um álfuna nýti aukna tæknikunnáttu sína og stundi rafrænt samstarf á netinu sem aldrei fyrr. … Continue reading eTwinning fréttabréf – maí 2021

Fréttabréf eTwinning apríl 2021

 Sumarið er handan við hornið og viljum við nýta tækifærið til að þakka kennurum fyrir eTwinning störf þeirra í vetur. Með hækkandi sólu fylgir oft léttari lund og við erum ekki frá því að við finnum fyrir því hér á landsskrifstofu eTwinning. Vörðurnar hafa verið lagðar til að eiga virkilega eftirminnilegt eTwinning skólaár 2021-22!  eTwinning National Quality LabelEins og fram kom í fréttabréfi okkar í … Continue reading Fréttabréf eTwinning apríl 2021

Breyttur umsóknarfrestur fyrir gæðamerki

Eins og fram kom í fréttabréfi okkar í febrúar hefur landskrifstofan ákveðið að breyta vinnulagi varðandi umsóknir um eTwinning gæðamerki og óskar nú eftir umsóknum í lok skólaárs, í stað byrjun skólaárs að hausti. Umsóknarfrestur í ár er því 31. maí, en sökum þess að fyrirkomulagið er nýtt sýnir landskrifstofan því skilning ef umsóknir berast síðar. Þessi breyting var gerð í samráði við eTwinning sendiherrana … Continue reading Breyttur umsóknarfrestur fyrir gæðamerki

Fréttabréf eTwinning mars 2021

Nú er mars senn að ljúka en mánuðurinn hefur verið viðburðaríkur. Jarðhræðingar síðustu mánuða brutust fram í eldgosi og faraldurinn sýndi klærnar aftur. Það er okkar ósk – eins og allra landsmanna – að hægt verði að kveða hann niður hratt og örugglega. Við þökkum ykkur kærlega fyrir að taka virkan þátt í eTwinning og óskum ykkur góðra páska. Í þessu fréttabréfi verður fjallað um … Continue reading Fréttabréf eTwinning mars 2021

eTwinning skóla viðurkenningin – fjórir nýir íslenskir skólar

Nú er það orðið ljóst hvaða skólar hafa hlotið eTwinning skóla viðurkenninguna. Í ár gengu Flensborgarskólinn, Grunnskóli Vestmannaeyja, Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands í hópinn. Við hjá landsskrifstofu eTwinning hér á landi óskum skólunum og starfsfólki þeirra innilega til hamingju með árangurinn! Bætast þeir í hóp þeirra níu skóla sem hlutu viðurkenninguna árið 2020, en það eru Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Heilsuleikskólinn Skógarás, Leikskólinn Furugrund, Leikskólinn … Continue reading eTwinning skóla viðurkenningin – fjórir nýir íslenskir skólar

Fréttabréf eTwinning febrúar 2021

Nú er febrúar liðinn með hækkandi sól og njóta landsmenn góðs af miklum tilslökunum í faraldsmálum, þó að jarðskjálftar hafi eiginlega sett meiri svip á síðustu daga en faraldurinn. Við þökkum ykkur fyrir að taka þátt í eTwinning og trúum því að aukið alþjóðlegt samstarf sé til mikilla bóta fyrir nemendur og skóla á Íslandi.      Í þessu fréttabréfi  eTwinning skólar Quality Label umsóknir Verkefni mánaðarins Verkefnapakkar og … Continue reading Fréttabréf eTwinning febrúar 2021

Jólin, verkfræði… og leikskólabörn? – Verkefni Mánaðarins Febrúar 2021- Christmas with STEM

eTwinning samtarfsverkefni er einföld og skjót leið fyrir kennara og nemendur til að komast í tæri við kollega sína víðs vegar um Evrópu. Hin litháíska Rasa Vareikiene er leikskólakennari á Leikskólanum Hof, ásamt því að kenna í litháíska tungumálaskólanum Þrír litir. Rasa efndi til spennandi verkefnis með litháískum kollegum sínum þar í landi, en krakkarnir gerðu alls kyns tilraunir tengdar jólunum í verkefninu Christmas with … Continue reading Jólin, verkfræði… og leikskólabörn? – Verkefni Mánaðarins Febrúar 2021- Christmas with STEM

Christmas at 64° North – Verkefni mánaðarins – Febrúar 2021

Ánægja og aukið menningarlæsi leikskólabarna Nú á dögunum hlaut jólaverkefnið „Christmas at 64°North“ gæðamerki eTwinning. Verkefnið er fyrsta eTwinning verkefnið sem leikskólinn Lækur tekur þátt í. Við fengum að heyra frá Patriciu Segura Valdes sem tók þátt í verkefninu ásamt tveimur samstarfskonum og sagði hún okkur frá starfinu. Unnið var með elstu nemendum skólans en í verkefninu var jólamenning annarra landa kynnt fyrir nemendum, ásamt … Continue reading Christmas at 64° North – Verkefni mánaðarins – Febrúar 2021

Tækifæri til starfsþróunar – viðburðir

Í eTwinning samstarfinu má finna alls kyns tækifæri til starfsþróunar fyrir starfsfólk á öllum stigum skólakerfisins. Á næstum dögum er eTwinning notendum boðið á þrjá viðburði til að efla sig í starfi. Viðburðirnir og tækifærin fyrir kennara geta verið að fræðast um nýjar kennsluaðferðir, auka víðsýni en sömuleiðis að tengjast mismunandi kennurum og stjórnendum víðs vegar um Evrópu. Grunnhugmyndin snýst um tengslamyndun við kennara í … Continue reading Tækifæri til starfsþróunar – viðburðir

Ársþema eTwinning 2021

„Aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að internetið sé laust við falskar eða villandi upplýsingar og nú á tímum heimsfaraldurs kórónaveiru“    (Framkvæmdastjórn ESB á Twitter).  Árið 2021 ætlar eTwinning að skoða tvær hliðar sömu krónu með árlega þemanu: Fjölmiðlalæsi & upplýsingafölsun. Ein hliðin snýr að því að kunna og þekkja að lesa fjölmiðla með gagnrýnum huga og hin hliðin snýr að því hvernig hægt er að takast á við … Continue reading Ársþema eTwinning 2021