“Þau eru orðin meðvitaðri um umhverfið, og hvernig við hugsum vel um það”

Verkefni mánaðarins maí 2019 er að þessu sinni Eco Tweet: Little Ecologist sem unnið var af Ingibjörgu Lilju Kristjánsdóttur og Katrínu Lilju Hraunfjörð, Heilsuleikskólanum Skógarás. Meðal þeirra voru kennarar frá 11 öðrum löndum. Verkefnið fjallaði um umhverfismál og voru ólík sjónarmið tekin fyrir; Umhverfi skólanna, áskoranir í umhverfismálum, endurvinnsla, garðyrkja og fleira. Við lögðum fyrir þær nokkrar spurningar um verkefnið og hér eru svör þeirra: … Continue reading “Þau eru orðin meðvitaðri um umhverfið, og hvernig við hugsum vel um það”

Brúarsmíði í Brussel

Svava Pétursdóttir og Kristín Jónsdóttir skrifa um TTI-vinnustofu sem þær sóttu í Brussel í lok maí: Við kennslukonur á Menntavísindasviði Háskóla Íslands vorum kátar að vera boðnar á eTwinning vinnufund í Brussel sem meðal annars hafði það að markmiði að finna félaga í ný verkefni.  Rúmlega hundrað kennaramenntarar og landsfulltrúar frá 34 löndum sátu fundinn.  Tæpur helmingur hafði verið í verkefnum í vetur og gátu … Continue reading Brúarsmíði í Brussel

Ráðstefna um eTwinning skóla í Dublin 9.–11. maí 2019

Fyrr í mánuðinum var haldin stór eTwinning þematengd ráðstefna um eTwinning skóla sem haldin var á Aviva leikvanginum í Dublin. Ráðstefnuna sóttu um fjölmargir kennarar og annað skólafólk, bæði frá skólum sem þegar hafa þegar hlotið viðurkenningu sem eTwinning skóli en einnig öðrum sem hafa hug á að sækja um á næsta ári. Tveir kennarar frá Íslandi sóttu ráðstefnuna og hér að neðan er ferðasaga … Continue reading Ráðstefna um eTwinning skóla í Dublin 9.–11. maí 2019

„Heilt yfir ótrúlega vel heppnuð og spennandi vinnustofa og verkefni sem hófst í kjölfarið“ – eTwinning / CRAFT vinnustofa í Kaupmannahöfn

Margrét Guðmundsdóttir, Flúðaskóla, skrifar um vinnustofu sem hún fór á í mars: Ég hafði lengi ætlað að kynna mér eTwinning. Ég hafði óljósar hugmyndir um hvað það væri nákvæmlega en vissi þó að það væri frábært tækifæri til endurmenntunar, efla faglega víðsýni, bæta nýjum kennsluverkfærum í sarpinn og ferðast til annara Evrópulanda. Tilviljun réð því að á nákvæmlega sama tíma og ég ákvað að kynna … Continue reading „Heilt yfir ótrúlega vel heppnuð og spennandi vinnustofa og verkefni sem hófst í kjölfarið“ – eTwinning / CRAFT vinnustofa í Kaupmannahöfn

„Ég samþætti þannig öll fögin í þessu verkefni“

Verkefni mánaðarins apríl 2019 Fyrr á þessu ári tók kennarinn Gréta Kortsen, sem þá var í Hólabrekkuskóla, þátt í verkefninu S.V.E.N. – Studying Vikings European Northerners. Verkefnið fólst í því að nemendur, 7- 12 ára, lögðust í rannsóknarvinnu um víkinga, ferðir þeirra og áhrif sem þeir höfðu á þau lönd sem þeir ferðurðust til. Þetta er mjög áhugavert verkefni sem að sögn Grétu gekk afar vel. … Continue reading „Ég samþætti þannig öll fögin í þessu verkefni“

Hefur tekið þátt í yfir 30 verkefnum og „það er alltaf jafn gaman“

Verkefni mánaðarins – mars 2019 Verkefni mánaðarins er hið skemmtilega verkefni Book it 18! Rósa Harðardóttir (@rosahardar), eTwinning sendiherra, er annar tveggja stofnenda þess en það hefur verið unnið síðustu þrjú ár (Book it 16-18). Alls tóku 28 kennarar þátt í verkefninu frá hinum ýmsum löndum, og þar af voru 11 frá Íslandi. Við settum okkur í samband við Rósu og spurðum hana nokkurra spurninga … Continue reading Hefur tekið þátt í yfir 30 verkefnum og „það er alltaf jafn gaman“

eTwinning / CRAFT vinnustofa í Kaupmannahöfn

Á dögunum tóku tveir kennarar þátt í eTwinning / CRAFT vinnustofu í Kaupmannahöfn. Þetta voru þau Margrét Guðmundsdóttir, kennari við Grunnskólann á Flúðum, og Þorleifur Örn Gunnarsson, kennari og kennsluráðgjafi við Grunnskólann á Seltjarnarnesi. Vinnustofan var hluti af Danmarks Læringsfestival, risastórri menntaráðstefnu sem þúsundir taka þátt í og boðið er upp á tugi viðburða og fyrirlestra. Markmið vinnustofunnar var að kennarar á Norðurlöndunum hittust og … Continue reading eTwinning / CRAFT vinnustofa í Kaupmannahöfn