
Í þessu fréttabréfi:
eTwinning nú á íslensku!
Vinnustofur
Takk fyrir árið og litið fram á veg
National Quality Label veitingar
Nú í þessari viku mætast allar landskrifstofur eTwinning á fundi þar sem við leggjum línurnar fyrir komandi átök. Það eru spennandi tímar framundan, en viðbúið er að kennarar víðs vegar um álfuna nýti aukna tæknikunnáttu sína og stundi rafrænt samstarf á netinu sem aldrei fyrr. Það er sama hvort þeir eru í Svíþjóð, Ítalíu, Makedóníu eða Líbanon. Samstarfsaðilar finnast víða – næsta skólaár verður negla.
Þangað til viljum við biðja ykkur um að njóta sumarsins í botn!
eTwinning á íslensku
eTwinning er nú á íslensku! Bæði eTwinning og School Education Gateway hafa verið þýdd á íslensku, og nú geta því kennarar um allt land tekið þátt í evrópsku samstarfi á okkar ástkæra ylhýra. Átakið er hluti ef fjöltungu stefnu Framkvæmdastjórnar ESB. Írar fagna með okkur en á sama tíma urðu vefirnir tveir aðgengilegir á gaelísku. Endilega prófið að stilla vefinn á íslensku – við lofum því að eTwinning upplifun ykkar bætist svo munar um!
Frétt um málið á etwinning.net
Vinnustofur og starfsmenntun
Einn helsti styrkleiki eTwinning er aðgengi að fjöldamörgum áhugaverðum ráðstefnum, kynningum og námskeiðum. Í hverri viku er eitthvað að sjá og læra, en þó að sumrið sé mætt verða einhverjir viðburðir í boði. Þann 18. júní verður til að mynda ‚Focus on STEAM: Bridging the gap between sciences and arts‘, þar sem farið verður yfir hvernig hægt er að samtvinna raungreinir við listir. Endilega lítið reglulega á eTwinning viðburði á eTwinning Live. Það er nær öruggt að þið finnið eitthvað við ykkar hæfi. Við munum svo setja alla viðburði inn á Twitter og Facebook, en við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með þar.
Takk fyrir árið og litið fram á veg
Óneitanlega erum við spennt fyrir komandi skólaári, og sömuleiðis að skilja núverandi ár eftir. Það er þó ekki þar með sagt að allt hafi verið ómögulegt. Margir íslenskir eTwinning kennarar voru klárir í bátana með að stofna til verkefna en áttu oft erfitt með að finna samstarfsaðila á meginlandinu. Þó tóku íslenskir kennarar alls þátt í 35 verkefnum á skólaárinu 2020-21. Þar af voru íslenskir kennarar stofnaðilar í 18 þeirra. Þó verkefnafjöldinn hafi oft verið meiri þá eru það gæðin sem telja og litu mörg skemmtileg verkefni dagsins ljós. Nú er umsóknarfrestur fyrir National Quality Label liðinn og erum við á landskrifstofunni að fara að demba okkur í að fara yfir umsóknirnar.
Allt um breyttan frest á National Quality Label

Við þökkum kærlega fyrir samstarfið í ár, en við nýttum tímann í hugmyndavinnu og að styrkja stoðir eTwinning fyrir næsta skólaár. Sjáumst hress að sumri liðnu!
Skráning á póstlista eTwinning: http://eepurl.com/doOzsz
Skráningar á ráðstefnur erlendis, spennandi verkefni, verðlaunaveitingar, tækifæri til starfsþróunar. Allt á einum stað