Fréttabréf eTwinning apríl 2021

 Sumarið er handan við hornið og viljum við nýta tækifærið til að þakka kennurum fyrir eTwinning störf þeirra í vetur. Með hækkandi sólu fylgir oft léttari lund og við erum ekki frá því að við finnum fyrir því hér á landsskrifstofu eTwinning. Vörðurnar hafa verið lagðar til að eiga virkilega eftirminnilegt eTwinning skólaár 2021-22! 

eTwinning National Quality Label

Eins og fram kom í fréttabréfi okkar í febrúar hefur landskrifstofan ákveðið að breyta vinnulagi varðandi umsóknir um eTwinning gæðamerki og óskar nú eftir umsóknum í lok skólaárs, í stað byrjun skólaárs að hausti.  

Umsóknarfrestur í ár er því 31. maí, en sökum þess að fyrirkomulagið er nýtt sýnir landskrifstofan því skilning ef umsóknir berast síðar.  

Þessi breyting var gerð í samráði við eTwinning sendiherrana á Íslandi, með það í huga að umsóknirnar séu unnar á meðan verkefni eru enn í fersku minni og að kennarar geti unnið að umsóknum samhliða skýrslugerð í lok annar. Nánar má lesa þessa færslu í heild á blogginu okkar

Rafræn vinnustofa 26. – 29. maí  
Við óskum eftir þátttakendum í vinnustofu sem haldin er á vegum eTwinning um gagna- og fjölmiðlalæsi samhliða notkun eTwinning í fjarkennslu. Íslandi hefur verið úthlutað einu sæti en lítið mál er að hliðra til og veita fleiri kennurum aðgang ef áhug er fyrir hendi. Áhugasöm eru beðin um að fylla út skjalið hér að neðan svo landskrifstofan geti tilnefnt þau til þátttöku: 

Fresturinn er til 11. maí. 

https://forms.gle/PngFerbqgq2Vu18LA
  

eTwinning skráningarátak 

Nú rétt fyrir skólalok mun landsskrifstofan efna til skráningarátaks í eTwinning þar sem haft verður samband við leik-, grunn-, og framhaldsskóla um land allt. Hvetjum við eTwinning kennara um land allt til að benda kollegum sínum á kosti eTwinning, og hvernig hægt er að nota eTwinning til að stækka skólastofuna  með því að kynna nemendum fyrir nýrri menningu og hugmyndum. VerkefnastuðningurVið höfum sett upp sérstaka undirsíðu á blogginu okkar um verkefnastuðning við eTwinning verkefni. Þar er hægt að finna gagnlegar upplýsingar fyrir nýja notendur – sem og þá sem vilja rifja upp hvernig eTwinning virkar. Fjallað er um TwinSpace samstarfssvæðið, gæðamerki og verðlaun, netöryggi og netvenjur ásamt stuðningi landskrifstofu og sendiherra og ýmis góð ráð um eTwinning samstarf.  

Verkefnastuðningur
Framvegis verður verkefnastuðningurinn auglýstur í mánaðarlega fréttabréfinu og í póstinum sem býður nýja notendur velkomna í eTwinning, ásamt því að hann er alltaf aðgengilegur á blogginu okkar. Við minnum einnig á að vakni spurningar má alltaf hafa samband við landskrifstofu.
Að lokum viljum við á landsskrifstofunni þakka ykkur fyrir að vera virkir notendur eTwinning á Íslandi og við vonumst til að eTwinning nýtist á þessum tímum Covid-19 og síaukinnar fjarkennslu. Við minnum ykkur jafnframt á að þið getið alltaf leitað til okkar ef þið eruð með einhverjar spurningar. Við erum til þjónustu reiðubúin.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s