eTwinning skóla viðurkenningin – fjórir nýir íslenskir skólar

Nú er það orðið ljóst hvaða skólar hafa hlotið eTwinning skóla viðurkenninguna. Í ár gengu Flensborgarskólinn, Grunnskóli Vestmannaeyja, Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands í hópinn. Við hjá landsskrifstofu eTwinning hér á landi óskum skólunum og starfsfólki þeirra innilega til hamingju með árangurinn!

Bætast þeir í hóp þeirra níu skóla sem hlutu viðurkenninguna árið 2020, en það eru Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Heilsuleikskólinn Skógarás, Leikskólinn Furugrund, Leikskólinn Holt, Norðlingaskóli, Selásskóli og Setbergsskóli. Hér á landi eru því alls 13 eTwinning skólar, sem telst nokkuð góður árangur.

Alls hlutu 2935 skólar í Evrópu viðurkenninguna í ár. Í ár bættust við fjórir skólar hér á landi sem er býsna gott en tölurnar í hinum Norðurlöndunum eru eftirfarandi:

Noregur: 1

Svíþjóð: 3

Danmörk: 7

Finnland: 8

Viðurkenningin gildir fyrir næstu tvö árin (2021-22) en að gerast eTwinning skóli er liður í skólaþróun. Skólinn fær tækifæri til að mynda tengsl við aðra eTwinning skóla í Evrópu og hefur aðgang að námskeiðum og vinnustofum sem eykur þannig möguleika og tækifæri til starfsþróunar fyrir kennara og skólastjórnendur. Þar að auki eflast bæði nemendur og starfsfólk í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi.

Þeir skólar sem hljóta viðurkenninguna hafa tekið virkan þátt í eTwinning starfi síðustu tvö ár.

Skilyrðin sem skólar þurfa að uppfylla til að geta sótt um titilinn eru eftirfarandi:

  1. Skólinn hefur verið skráður í eTwinning í að lágmarki tvö ár
  2. Í skólanum starfa að lágmarki tveir kennarar sem eru virkir í eTwinning
  3. Að lágmarki einn kennari við skólann hefur tekið þátt í verkefni sem hlaut gæðamerki (National Quality Label) á síðustu tveimur árum

Frekari upplýsingar um eTwinning skóla má finna á etwinning.is – eTwinning skólar / og sömuleiðis á eTwinning.net – eTwinning schools.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s