Jólin, verkfræði… og leikskólabörn? – Verkefni Mánaðarins Febrúar 2021- Christmas with STEM

eTwinning samtarfsverkefni er einföld og skjót leið fyrir kennara og nemendur til að komast í tæri við kollega sína víðs vegar um Evrópu. Hin litháíska Rasa Vareikiene er leikskólakennari á Leikskólanum Hof, ásamt því að kenna í litháíska tungumálaskólanum Þrír litir. Rasa efndi til spennandi verkefnis með litháískum kollegum sínum þar í landi, en krakkarnir gerðu alls kyns tilraunir tengdar jólunum í verkefninu Christmas with STEM og fengu að kynnast jólahefðum í öðru landi. Verkefnin gátu verið allt frá því að skapa gjósandi eldfjall að því fræðast um eðlisfræðilega eiginleika snjós. Verkefni af þessu tagi er nákvæmlega það sem eTwinning snýst um – að tengja saman mismunandi menningu í gegnum leik og lærdóm, byggt á frumkvæði kennarana sjálfra.

Algjör tilraunastarfsemi

Hugmyndin að baki Christmas with STEM er í grunninn að finna nýstárlegar og áhugaverðar til að stytta biðina eftir jólunum, og virkja krakkana með krafti raungreina. STEM er eins konar yfirhugtak fyrir námsgreinarnar vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði. Við fyrstu sýn virkar slík nálgun nokkuð háfleyg fyrir börn á leikskólaaldri, en virkilega vel tókst til og fengu nemendurnir að prófa alls kyns tilraunir sem brutu upp daglegt leikskólastarf með skemmtilegum og nýstárlegum hætti. „Krakkarnir elskuðu að tileinka sér vísindin, en þau elskuðu sérstaklega verkefni þar sem við sköpuðum gjósandi eldfjall með matarsóda og ediki. Þau fengu ekki nóg af því,“ sagði Rasa. Verkefnið þykir hafa verið einstaklega vel framkvæmt og hlaut Rasa eTwinning viðurkenninguna National Quality Label fyrir þátttöku sína í verkefninu.

„Börnin öðluðust þekkingu í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði með því að læra í gegnum leik. Með því að blanda saman mismunandi viðfangsefnum kynntust þau frábærum nýjungum, svo sem að búa til málningarsprengjur Þau lærðu einnig að búa til bækur, leiki og myndir í gegnum tölvuforrit. Önnur tilraun snerist um að fá þau til að skilja hvernig það að taka einn hluta úr byggingu getur ollið hruni, og einnig að gera sér grein fyrir hversu mikinn efnivið þarf í byggingu,“ sagði Rasa.

eTwinning samstarfsvefurinn gerði kennurum kleift að finna samstarfsfélaga, en sömuleiðis að halda utan um samskipti þegar af stað var lagt. „Vinnan fór að mestu leiti fram í minni hópum, en þó unnu börnin einnig sér, svo sem þegar kom að leikjum og teikningum í spjaldtölvum. Við notum snjalltækni og spjaldtölvur ekki mikið í starfinu okkar, en þökk sé verkefninu fundum við not fyrir þau, ásamt því að kynnast því hvaða tækni litháískir kennarar væru að nýta sér.“

Verkefnið sem Rasa tók þátt í er dæmi um vel heppnað viðfangsefni yfir afmarkaðan tíma. Snilldin í slíku verkefni liggur einnig í því að það er tiltölulega auðvelt að endurtaka það að ári, og þar með kynna nýjum árgangi fyrir þessum kennsluaðferðum ásamt því að eiga menningarskipti. Þetta er því kærkomin leið fyrir íslenska krakka á leikskólaaldri til að kynnast nýrri menningu. „Það helsta sem krakkarnir tóku út úr verkefninu voru samskiptin, en það skiptir ekki máli hvaðan við erum eða hvaða tungumál við tölum – við getum leikið okkur saman og lært.“

Slíkt hið sama á við um kennara sjálfa, en Rasa sá verkefnið að miklu leiti sem tækifæri til starfsþróunar og eflingu tengslanets. „Við kennararnir öðluðumst nýja þekkingu, en eTwinning gerir kennurum kleift að kynnast fólki frá nýjum löndum með mismunandi menningu. Þeir geta jafnt lært af því sem þeir eiga sameiginlegt, og hvað ekki.“ Rasa hafði áður komist í tæri við eTwinning, en taldi sig ef til vill ekki tilbúna á þeim tímapunkti. Verkefnið gaf henni hins vegar tækifæri til að kynnast vinnubrögðum í heimalandi sínu. „Það var mjög gaman að vinna með kennurum á móðurmáli mínu, og ég vil nýta reynsluna sem ég öðlaðist í næstu eTwinning verkefni,“ sagði hún að lokum.

Af hverju eTwinning?

eTwinning er í raun verkefnahraðall, þar sem hægt er að stofna til og ganga í verkefni með fjölbreyttum viðfangsefnum á öllum námsstigum á auðveldan máta. Mikið lagt upp úr því að kennarar og nemendur geti átt öruggt samskipti. Þá gefur eTwinning kennurum lausann tauminn til að skapa verkefni að eigin vild, þar sem þeir hafa frjálsar hendur til að móta verkefnin að þörfum nemenda. eTwinning samstarfsverkefni gefa kennurum einnig kost á að koma vinnu nemenda fyrir fleiri augu út fyrir kennslustofuna.

Ýmis tækifæri til starfsþróunar eru til staðar þar sem að eTwinning samstarfsnetið býður upp á fundi, ráðstefnur og kynningar jafnt á netinu sem og í persónu víðs vegar um Evrópu. Á hverju ári sendir íslenska landsskrifstofan eTwinning kennara út til að taka þátt í spennandi verkefnum.

Nánari upplýsingar um eTwinning má finna á www.etwinning.is eða með því að hafa samband við landsskrifstofu eTwinning. Auk þess eru starfandi eTwinning sendiherrar víðs vegar um land sem hafa víðtæka reynslu af eTwinning málum. Ekki hika við að hafa samband!

Krakkaskarinn undirbýr sig  fyrir tilraun með málningarsprengjur undir dyggri handleiðslu.

Afrakstur erfiðisins, en „sprengjurnar“ voru undirbúnar með því að blanda málningu, vatni og vítamín C saman.

One thought on “Jólin, verkfræði… og leikskólabörn? – Verkefni Mánaðarins Febrúar 2021- Christmas with STEM

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s