Tækifæri til starfsþróunar – viðburðir

Í eTwinning samstarfinu má finna alls kyns tækifæri til starfsþróunar fyrir starfsfólk á öllum stigum skólakerfisins. Á næstum dögum er eTwinning notendum boðið á þrjá viðburði til að efla sig í starfi. Viðburðirnir og tækifærin fyrir kennara geta verið að fræðast um nýjar kennsluaðferðir, auka víðsýni en sömuleiðis að tengjast mismunandi kennurum og stjórnendum víðs vegar um Evrópu. Grunnhugmyndin snýst um tengslamyndun við kennara í svipuðum hugleiðingum og þið sjálf.

Viðburðirnir í þessari viku eru eftirfarandi:

Mánudagur 1. febrúar:

Virgilio & eTwinning (at) School. Kl. 16:30 á íslenskum tíma. Lærðu hvernig þú getur nýtt eTwinning og þau tól sem eTwinning býður upp á í kennslu. Hvernig þróast verkefni, hvernig er sótt um eTwinning skólamerki og hvers vegna kennarar ættu að taka þátt í hópastarfi.

Slóð á fund: https://live.etwinning.net/events/event/169373

Miðvikudagur 3. febrúar:

LGBTQI – inclusive education for all. Kl. 17 á íslenskum tíma. Fyrirlesturinn er haldinn af alþjóðlegu LGBTQI nemendasamtökum og fjallar um hvað hægt sé að gera til að LGBTQI nemendur upplifi sig öruggari í skólanum og hvernig tækla eigi fordóma og einelti gegn þeim.

Slóð á fund: https://live.etwinning.net/events/event/145610

Fimmtudaginn 4. febrúar:

ENABLE – Empower children. Eliminate bullying. Kl. 16 á íslenskum tíma. Kynning á ENABLE verkefninu sem hvetur nemendur til að taka afstöðu gegn einelti. Úrræði í verkefninu kynnt en niðurstöður úr verkefninu hafa sýnt að ENABLE hefur haft jákvæð áhrif á félags- og tilfinningalega vellíðan ungmenna og andrúmsloft innan bekkja.

Slóð á fund: https://live.etwinning.net/events/event/168654

Við hvetjum eTwinning kennara til að líta af og til á ‘Profession Development’ flipann og sjá hvort að það séu viðburðir eða tól sem kitla áhuga þeirra. Það er alls kyns efni þar inni sem gæti styrkt kennara í starfi. Á næstu mánuðum verða svo viðburðirnir ‘Can happiness be learnt? A direct link between well-being and academic achievements þann 23. febrúar og ‘In Europe Schools and eTwinning’ þann 4. mars. Sá seinni snýst um að innvikla fjölmiðlalæsi og falsfréttir inn í kennslu, ásamt því að leggja áherslu á möguleika í kennslu tengdum hnattrænni hlýnun.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s