Ársþema eTwinning 2021

„Aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að internetið sé laust við falskar eða villandi upplýsingar og nú á tímum heimsfaraldurs kórónaveiru“  

 (Framkvæmdastjórn ESB á Twitter). 

Árið 2021 ætlar eTwinning að skoða tvær hliðar sömu krónu með árlega þemanu: Fjölmiðlalæsi & upplýsingafölsun. Ein hliðin snýr að því að kunna og þekkja að lesa fjölmiðla með gagnrýnum huga og hin hliðin snýr að því hvernig hægt er að takast á við upplýsingafölsun og falskar fréttir. Af reynslu okkar allra frá árinu 2020 var ljóst að útbreiðsla falskra frétta meðal almennra borgara var mikil áskorun, ekki bara fyrir fullorðna heldur einnig börn og ungmenni.  

Áætlun framkvæmdastjórnar ESB um Fjölmiðlalæsi fyrir alla 2020  lýsir „fjölmiðlalæsi“ sem regnhlífarhugtaki sem á við um tæknilegt, hugrænt, félagslegt, borgaralegt og hugvitsamt aðgengi að fjölmiðlum. Hugtakið nær einnig yfir gagnrýna hugsun um fjölmiðla og hvernig almenningur notar þá.  

Með „upplýsingafölsun“ er átt við um rangar eða afvegaleiðandi upplýsingar, sem hægt er að afsanna. Upplýsingarnar eru tilbúnar, settar fram og deilt í þeim tilgangi að öðlast efnahagslegan ávinning eða vísvitandi blekkja almenning og geta valdið skaða í samfélaginu.  

eTwinning hefur stuðlað að því að efla fjölmiðlalæsi frá því stofnun sinni árið 2005. eTwinning hefur einblínt á samþættingu stafrænna lausna í daglegu lífi kennara og nemenda. Sérstök áhersla hefur verið lögð á stafræna borgaravitund, með það að markmiði að auka meðvitund og ábyrgð nemenda í notkun stafrænna miðla.  

eTwinning hefur meðal annars lagt áherslu á eftirfarandi atriði: fjölmiðlalæsi, stafræn og vitsmunaleg réttindi og skyldur, stafrænt öryggi og gagnavernd, stafræn lög og siðareglur, stafrænt aðgengi og stafræn samskipti

Árið 2021 vekur eTwinning athygli á fjölmiðlalæsi og hvernig á að takast á við falskar upplýsingar á fjölbreyttan hátt: með því að styðja við faglega þróun í starfi notenda og með viðburðum og ráðstefnum á netinu, með herferðum á samfélagsmiðlum og með því að gefa út greinar á eTwinning vefnum um þetta efni.  

Taktu þátt í ævintýrum ársins 2021 og uppgötvaðu ómetanlegt vægi réttra upplýsinga og hvernig er best að miðla þeim. 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s