Fréttabréf eTwinning – janúar 2021

Skólastarf er komið á fullt flug á ný og við hjá eTwinning teyminu fögnum því. Nú á nýju ári er að mörgu að hyggja. Skólaárið hófst á nokkrum tilslökunum frá þeim sóttvarnaraðgerðum sem voru við lýði í lok árs 2020 og bjartsýni fylgir fréttum um bóluefni og hækkandi sól. Áfram verður þó jafn mikilvægt og áður að geta stundað rafræna kennslu, nýta tæknina til hins ítrasta og auka alþjóðlegt samstarf. Við förum því inn í árið 2021 vongóð um að eTwinning starfið á Íslandi haldi áfram að dafna og þátttakendum að fjölga eins og hefur gerst síðustu ár.

Í þessu fréttabréfi

  • Nýr starfsmaður eTwinning á Íslandi
  • Viðurkenning fyrir eTwinning skóla, umsóknarfrestur
  • Verkefnapakkar (Project kits)

Nýr tengiliður

Jóhann Páll Ástvaldsson tók nýverið við að Sólveigu okkar, sem er farin í leyfi vegna barneigna. Við óskum henni góðs gengis í nýju hlutverki! Ásamt Jóhanni mun Miriam halda áfram að sjá um landsskrifstofu eTwinning. Við minnum ykkur á að hika ekki við að hafa samband við teymið okkar, sama hvað það er!

eTwinning skólar

Í lok mars verða veittar viðurkenningar til eTwinning skóla. Í viðurkenningunni felst að vera hluti af fremstu skólum Evrópu og veitir hún aðgang að gögnum, vinnustofum og tengslaneti. Þeir skólar sem eiga möguleika á viðurkenningunmni hafa verið hluti af eTwinning í meira en tvö ár, hafa að minnsta kosti tvo eTwinning kennara tengda skólanum sem voru virkir skólaárið 2018/19 og hafa eitt eTwinning verkefni með National Quality Label á síðustu tveimur árum.

Íslenskir skólar standa mjög vel þegar kemur að eTwinning málum, og erum við nú með 11 skóla sem hlotið hafa nafnbótina eTwinning skóli. Þar af bættust níu nýir við árið 2020, en viðurkenningin gildir til tveggja ára.

Til samanburðar bættu Norðmenn við þremur skólum, Svíar fjórum, Danir sjö og Finnar fimm. Vel gert! En betur má ef duga skal og hvetjum við kennara og stjórnendur að kafa enn dýpra í eTwinning brunninn þar sem má finna alls kyns kennsluaðferðir og hugmyndir ásamt því að styrkja enn frekar tengslanet við Evrópskt skólafólk.

Upplýsingar um eTwinning skóla viðurkenninguna

Upplýsingar um National Quality Label fyrir stök eTwinning verkefni

Núverandi eTwinning skólar. Á kortinu er einnig listi yfir eTwinning sendiherra sem aðstoða kennara í sínum landshluta.

Verkefnapakkar

Ert þú að leita að innblæstri fyrir eTwinning verkefni? Það gæti verið mjög sniðugt að skoða verkefnapakkana á eTwinning Live. Verkefnapakkar (Project Kits) eru tilbúnar og ítarlegar verkefnalýsingar þar sem öllum stigum verkefnisins er lýst skref fyrir skref. Pakkarnir geta nýst sem gott tól fyrir byrjendur en einnig þá sem eru lengra komnir í eTwinning samstarfinu. Vefurinn býður upp á að leita að verkefnapökkum eftir erfiðleikastigi, námsgreinum og skólastigi og þeirri lykilhæfni sem unnið er með í verkefninu.

Dæmi um eTwinning Project Kits

Hér er svo dæmi um stakt verkefni, upp á fá hugmyndaflugið í gang og sjá hvernig verkefni ganga fyrir sig.

Weathermen in action

Weathermen in action er þverþjóðlegt verkefni sem kafar ofan í heim veðurfræðinnar á nýstárlegan máta fyrir nemendur á bilinu 8-14 ára. Nemendur taka saman gögn um ástandið í himinhvolfunum og yfirfæra þau í veðurspá. Þeir læra um veðuraðstæður í mismunandi löndum, ásamt því að hitta á veðurfræðing í sínu heimalandi. Nemendur athuga einnig hvernig tungumál og veðurfar samtvinnast í mismunandi löndum. Að lokum gefur hver bekkur út sína eigin veðurspá fyrir hvert samstarfsland fyrir sig, sem settar eru inn á sérstaka YouTube rás.

Svona verkefni brýtur upp skóladaginn og kynnir nemendum fyrir nýjum menningarheimum, ásamt því að vinna með tungumál, vísindi, og menningu – nokkurs konar eTwinning alslemma.

Fyrri fréttabréf má finna á eTwinning síðunni .

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s