Hefur tekið þátt í yfir 30 verkefnum og „það er alltaf jafn gaman“

Verkefni mánaðarins – mars 2019

Verkefni mánaðarins er hið skemmtilega verkefni Book it 18! Rósa Harðardóttir (@rosahardar), eTwinning sendiherra, er annar tveggja stofnenda þess en það hefur verið unnið síðustu þrjú ár (Book it 16-18). Alls tóku 28 kennarar þátt í verkefninu frá hinum ýmsum löndum, og þar af voru 11 frá Íslandi.

Rósa Harðardóttir

Við settum okkur í samband við Rósu og spurðum hana nokkurra spurninga um ferlið, verkefnið og gildi þess:

Um hvað er verkefnið Book it 18? 
Bookt 18 var í þriðja skiptið sem þetta verkefni var keyrt og gengur út á það að nemendur vinna saman í litlum hópum með bækur sem þeir hafa lesið og gera bókaræmur/stiklur um bækurnar. Nú í vetur erum við með Book it 19!

Af hverju stofnaðir þú þetta verkefni og hvernig fékkstu aðra kennara til að taka þátt?
Þegar ég stofnaði verkenfið upphaflega þá langaði mig að gera bókastiklur með nemendum og þar sem ég var komin á fullt í eTwinning fannst mér það enn betri hugmynd að búa til verkefni um það. Ég fékk samstarfskennara frá öðrum löndum með því að auglýsa á Partners Forum en þegar ég gerði þetta aftur þá byrjaði ég á því að hafa samband við þá sem höfðu veirð með mér áður. 

Hvernig fór vinna nemenda að mestu fram?
Vinnan fór þannig fram að eftir að nemendur höfðu lesið bækurnar, fengið kynningu á hvernig hægt væri að búa til bókastiklur og hvaða upplýsingar áttu að koma fram þá hófust þeir handa að í myndbandgerðinni. Þar unnu nemendur sjálfstætt. Svo fór tími í að skoða hvað nemendur frá öðrum löndum voru að lesa og bera saman. 

Hvernig fór vinna þín að mestu fram? 
Mesta vinnan var í undirbúningi við verkefnið bæði hvað varðar nemendavinnu hjá mínum nemendum en líka að setja verkefnið saman, hvetja kennara áfram og að ýta við þeim sem voru óvirkir. 

Hvað fengu nemendur út úr þessu? 
Þeim fannst þetta fyrst og fremst skemmtilegt og ný nálgun í námi. Þegar þeir gerðu þetta í fyrst sinn þá var þetta nýtt fyrir þeim, bæði hvað varðar efnistök og aðferð. Þeir sem hafa verið í þessu verkefni í vetur spyrja reglulega hvenær þau fá að gera þetta aftur. 

Hvað fékkst þú út úr þessu? 
Ég fæ alltaf mikið út úr eTwinning verkefnum, gleði nemenda, ánægju þeirra sem vinna með mér og við þetta stækkar skólastofan en heimurinn minnkar. 

Hefurðu tekið þátt í öðrum eTwinning verkefnum?
Já, ég hef tekið þátt í yfir 30 verkefnum og það er alltaf jafn gaman

Verkefnið hlaut gæðamerki eTwinning (Quality Label)


Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s